Þá er einnig brotið blað í sögu útgáfu Frímúrarans því í fyrsta sinn prýðir forsíðuna einstaklingur utan hennar og raunar hefur hefðin boðið að þar séu aðeins birtar myndir af Stórmeisturum hennar.
Það er tímanna tákn en myndin er lífleg og hæfir tilefninu vel. Hún er auk þess tekin á stað í Regluheimilinu sem frímúrarabræður þekkja allir sem einn.
Blaðið er nú aðgengilegt á vefnum og mun á næstu tveimur vikum berast á heimili bræðra sem og í regluheimilin vítt og breitt um landið.
Útgáfan er sömuleiðis prýdd fjölda glæsilegra auglýsinga og styrktarlína frá fyrirtækjum sem mörg hver hafa árum saman veitt útgáfunni mikilvægt liðsinni. Fyrir þann ómetanlega stuðning er þakkað hér. Á sama tíma eru bræður sem hafa aðstöðu til hvattir til þess að hafa samband, sjái þeir kost á að auglýsa í blaðinu. Best er að hafa samband þar um á tölvupóstfangið [email protected].
Næsta tölublað Frímúrarans kemur út í byrjun aðventu og verður að stórum hluta helgað kjöri og innsetningu nýs Stórmeistara. Verður það vel úr garði gert eins og efni standa til.
Smellið hér til að skoða blaðið á vefnum, ásamt því að sjá öll eldri útgefin blöð.