Þann 31. október 2025, var Kristján Sigfús Sigmundsson, kjörinn nýr Stórmeistari íslensku frímúrarareglunnar á Íslandi. Hann mun taka við embættinu við formlega innsetningarathöfn þann 15. nóvember í Regluheimilinu við Bríetartún 3, Reykjavík.
Frímúrarareglan á Íslandi var stofnuð 23. júlí 1951. Á hátíðlegum kjörfundi þann 31. október 2025, var Kristján Sigfús Sigumdsson, kjörinn nýr leiðtogi þessara virtu samtaka.
Kristján Sigfsús Sigmundsson
„Það er með mikilli auðmýkt og þakklæti sem ég tek við þessu ábyrgðamikla embætti Stórmeistara Frímúrarareglunnar á Íslandi. Að vera treyst fyrir því, er mikill heiður og ég veit að ég geng ekki einn til þessa starfs, því ég er einn af bræðrahópnum, sem mun standa þétt við bakið á mér,“ segir Kristján.
Hinn nýkjörni stórmeistari mun formlega taka við embætti við innsetninguna 15. nóvember 2025.
hefur nú um 3.500 félaga og hefur hún starfað með kraftmiklum hætti, allt frá stofndegi 23. júlí 1951, en áður hafa hafði starf frímúrara verið virkt allt frá upphafi síðustu aldar undir dönsku Reglunni. Reglan er mannúðar- og mannræktarfélag. Hún leitast við að efla hjá félögum sínum sjálfsþekkingu, umburðarlyndi, góðvild og náungakærleika. Frímúrarareglan er sjálfstæð samtök karlmanna úr öllum starfsgreinum þjóðfélagsins. Frímúrarareglan er óháð öllum valdhöfum öðrum en yfirvöldum á Íslandi.
Einkunnarorðin Reglunnar eru Sub specie æternitatis.
Nánari upplýsingar veitir:
Eiríkur Finnur Greipsson, Erindreki R.,
Netfang: [email protected]
Sími: 898 5200